6.8.2009 | 14:29
En TR?
Á móti nafnlausum ábendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2009 | 19:24
Nornarveiðar???
Eru svona vinnubrögð virkilega lögleg?
Samrýmist þetta vinnubrögðum í nútíma samfélagi?
Sýnir reynslan okkur ekki að það eru starfsmenn tryggingarstofnunar sem hafa svikið mestu peningana út úr þeirri stofnun?
Væri ekki nær að athuga "bjálkann" í eigin auga heldur en "flísina" í náunganum ?
Alveg dæmigerður hugsanagangur hjá starfsmönnum þarna, við erum til fyrir þá, en ekki þeir ekki í starfa hjá okkur.
Leita eftir ábendingum um tryggingasvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.6.2009 | 11:23
Þá er að hækka strax!
Eftir reynslunni að dæma, hækka þessar vörur strax í dag, og svo aftur þegar þetta skellur á.
Svona er nú lífið á Íslandi.
Skattur á kex og gos í 24,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2009 | 11:17
FÉLAGSMÁLASTJÓRNIN???
Þegar ég kaus fyrst, fyrir mörgum árum síðan, sagði mér reyndur stjórnmálaskörungur að:
Ef þú ætlar að kjósa yfir þig stjórn sem lætur þá sem minna mega sín hafa forgang, þe. verkalýð, gamla, öryrkja og þh. skaltu ekki kjósa þá flokka sem eru vinstra megin!
Ástæðan?
Jú, verkalýðshreyfingin lætur þá í friði, ýmis samtök þeirra sem minni eru láta þá eiga sig, forystumenn þessara flokka eru þeir al-harðsvíruðustu eiginhagsmunaseggir sem til eru, þeir kunna nákvæmlega á það kerfi sem þeir gagnrýna sem mest.
Sjáðu til. Hægri flokkanir þurfa að veiða atkvæði út á það sem þeir gera / hafa gert, þessi stóru samtök sjá til þess að þar líðst mönnum ekki einu sinni að láta sér detta ýmislegt í hug sem hinir vinstra megin framkvæma án hiks í skjóli samtaka oþh.
Ljóti andskotinn að það skuli sannast enn og aftur að hann hafði mikið rétt fyrir sér.
Væri þessu liði ekki nær að líta sér nær í sparnaði? Hvað með td. innra eftirlit hjá hinu opinbera
( kunningi minn hóf störf í opinberri skrifstofu. eftir nokkra daga kom að máli við hann starfsfélagi hans og tjáði honum að betra væri fyrir hann að eiga"tvo jakka"??? Hvað er þessi maður eiginlega að bögga mig? Jú sjáðu til, ef þú þarft að "skreppa" frá er gott að hafa jakka í skápnum sem þú getur þá sett á stólbakið, og farið í hinum, sjáðu til símadaman svarar þegar spurt er: Hann hlýtur að vera hérna einhver staðar jakkinn er á stólnum hans....)
Við þekkjum öll svipaðar sögur frá opinberum stofnunum, það má alveg kalla þetta nornarveiðar mín vegna, en svona smá spillingar hér og þar þrífast í skjóli þess að það sé ekki rétt að ráðast svona á einstaka persónur??? ....Come on....Þetta eru mínir peningar sem þú ert að stela!!!
Hvernig væri að taka almennilega til í utanríkisþjónustunni? Þar passar hver annan, hvar sem í flokki er, sjáið til öruggt skjól í ellinni, hefur þetta lið ekki nógu vel búið um hnútana handa sjálfum sér í ellinni.
Það eru miklu feitari bitar til að slægjast eftir annarstaðar en hjá öldruðum og öryrkjum,
Þetta er náttúrulega bara DJÖFULS AUMINGJAHÁTTUR!!! OG LÝSIR INNRI MANNI HVERJUM ÞEIM SEM SAMÞYKKJA ÞETTA.
Full undirskrift.
Guðjón Guðvarðarson
Kt. 1901534799
Skyggnisholti
Flóahrepp.
Skref til baka í réttindum aldraðra og öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2009 | 16:58
Skil ekki textann ?
Ég get ekki náð samhengi eða við hvað er átt í textanum : " Það sé hinsvegar langoftast ekki venjulegt launafólk sem hafi ekki staðið í atvinnurekstri eða áhættusömum atvinnurekstri"
Eruð þið viss um að þetta sé íslenska?
Flestir geta staðið í skilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2009 | 08:49
líka í Flóahrepp
Hér í miðri kreppunni ákvarðar Flóahrepps að gefa sjálfum sér og starfsmönnum sínum 70,000 kr. aukagreiðslur ofan á allt annað. Á meðan sorphirðugjöld eru aukin um 100%, fatsteignaprósenta nýtt til fullnustu, nemendum neitað um aðstoð við framhaldsnám í tónfræðum og allt annað eftir því.
Það vantar ekki hugsjónirnar við hreint land þegar kemur að sorphirðu, en snýr öðruvísi þegar kemur að landnýtingu, því (landinu) er best komið undir vatni, í þessu líka blómlega búsældarhéraði, helst undir umsjá erlendra auðhringa.
Manni dettur oftar en ekki í hug að þarna sé einhver misskilningur í gangi.
Það á að vera þannig: Sveitarstjórnir eru til fyrir fólkið sem kýs þær, en fólkið ekki fyrir þær.
það á að vera þannig: Sveitarstjórnir eiga fyrst og fremst að þjóna þeim sem kjósa þær.
það á að vera þannig: Sveitarstjórnir eru á engan hátt yfir almúgann hafnar
Það á að vera þannig. Sveitarstjórn má undir engum kringumstæðum vera með hroka gagnvart skjólstæðingum.
Það á að vera þannig: Sveitarstjórn er kosin til að annast sveitafélagið, það eru aðrir kosnir til að sjá um allt samfélagið (Alþingi)
Hér á landi er það svo:
Sveitarfélög og til hjálpar ríkisvaldið sér um vegamál ( ekki landsvirkjun)
Sveitarfélög og til hjálpar ríkisvaldið sér um vatnsmál ( ekki landsvirkjun)
Sveitarfélög og til hjálpar ríkisvaldið sér um síma og fjarskiptamál ( ekki landsvirkjun)
Eitt að lokum ákaflega óeðlilegt að menn sitji báðum megin við borðið þegar viðræður við landsvirkjun um landnýtingu og landbætur eiga sér stað.
Ein spurning að lokum, að gefnu tilefni:
Er ekki fræðilegur möguleiki að Súluholtshverfið sameinist Árborg?
Með kveðju.
Guðjón Guðvarðarson
Undirbúa ríflegar aukagreiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 08:59
Hollustan í fyrirrúmi ( eða hvaða rúmi sem er )
Jamm....Fátt hollara og skemmtilegra en gott kynlíf, með fullri reisn.
Hins vegar segir mér svo hugur um að það verði ekki almenningur sem fari með gróðann út úr þessari reglugerð, það er nú ekki vaninn, því er nú ver.
Svefnlyf hækka í verði – stinningarlyf lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 08:47
Auli!!!!
Aulaháttur hjá manninum að koma ekki hingað með jeppahrygluna, hér má aka hverju sem er, hvar sem er og hvernig sem er.
Ég ók einu sinni sem oftar nýjum BMW hér yfir Hellisheiðina lá á fyrsta hundraðinu ( í leiðb. með bílnum er tekið fram að það sé takmarkaður hraðinn á bílnum við 225 verksmiðja ábyrgist ekki dekk og annað á meiri hraða)
Þá öslar fram úr mér, eins og ég hafi verið að mæta honum, svona trukkur jeppi, / pickup, á dekkjum hærri en bíllinn minn, gamalt hróg, mjög eftirmynnileg lífsreynsla sökum aksturslags.
Vildi svo til að þegar ég lagði bílnum við fyrirtæki í Rvk. þá sá ég tækið, varð svolítið forvitinn og keyrði BMW, varlega. Kom í ljós að ef ég lenti framan á honum var fyrsti ákomustaður framrúðan, næsti andlitið á mér síðan nefið á bílnum á hásingu tækisins. Skoðunarmiði tækisins var á sama ári, lesning á hjólbörðum þýddi " Off road use only, max speed 35 mph."
Hvað finnst ykkur um þessi tæki á meðal okkar?
Ber ábyrgð á dauða 4 barna sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2008 | 08:38
Getur verið, en.........
Þetta vissu nú allir sem eitthvað spá í bíla, sjá þessa hestvagna rétt draslast um göturnar og allstaðar fyrir, það eitt segir sitt um bílana.
Aldrei skilið það, þegar birtist frétt um hraðakstur hversu oft er þar ekki BMW á ferð. Hvers vegna er ekki löggæslan á svoleiðis bílum, fyrst þeim er ekið svona hratt?
Hvernig stendur á því að það tók áratugi fyrir ráðamenn mótorhjóladeildar, að fatta það Harleyinn er bara goðsögn sem ekkert er eftir af, nú blessunarlega eru þeir komnir á hjól sem líkleg eru til að þola svona eina og eina inngjöf á milli bilana, og komast úr sporunum.
Munið þið eftir fréttinni um þegar tveir náungar slógust á geymslusvæðinu fyrir ofan Hafnarfjörð?
Lögreglan sendi tvo (já 2 bílar) bíla til að sjá um málið, þeir fóru í kappakstur á leiðinni og annar valt.
Ég meina væri ekki sniðugt að kaupa nú bíla með keyrslueiginleika?
Annars er þessi könnun meingölluð og ekki farandi eftir henni, hvað þá að misvitrir blaðamenn leggi út af henni, bendi einnig á bloggið hérna á undan.
" það er nefnilega það"
Þarna held ég sé mjög góður punktur.
Hafið það annars gott, og varið ykkur á sænsku traktorunum í umferðinni
Sænskir bílar bila mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 22:07
Er ekki lækkandi álverð?
Er ekki lækkandi álverð?
Og eru það ekki bara tveir aðilar sem ráða verðinu?
Og lækkuðu þeir ekki verðið til sín sjálfra vegna gruns um minnkandi notkun vegna kreppu?
Og ætlum við virkilega að selja efnahagslegt sjálfstæði okkar til þessara glæpafyrirtækja?
Hafa menn ekki skynsemi til að sjá það, að með því að lækka álverð, lækka þeir um leið raforkuverðið til sín?
Og hvar er fólkið sem ekki vill "glata sjálfstæði sínu" með inngöngu í Evrópusambandið núna?
Er ekki nær að dreifa eggjunum í fleirri körfur?
Er ekki nóg af öðrum fyrirtækjum sem vilja kaupa orkuna okkar?
Er fólk bara ekki með fullu viti?
Vilja viðræður um stækkun Straumsvíkurálvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hin hliðin?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar