8.3.2008 | 22:24
Etv. óþarfa bjartsýni
Svei mér þá ef það bara örlar ekki á örlítilli bjartsýni við lestur þessarar fréttar, ætla að ríghalda í vonina um að skynsemin ráði nú för og ekki verði farið út í þetta feigðarflan.
Vona að kjörnir ráðamenn þjóðarinnar láti Friðrik og félaga ekki valta yfir sig.
Umhverfisráðherra heimsækir Sól á Suðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 23:38
Auðvitað verður virkjað !!!
Það dettur vonandi engum annað í hug, Friðrik er búinn að segja það!
Svo borgum við fyrir þensluaukninguna í hærri vöxtum, óðaverðbólgu ásamt öðru afleiddu.
Er það það sem okkur vantar helst núna, verri lífskjör?
Varðandi samninga við landeigendur og sveitarstjórnir þá held ég að eftirfarandi sé í fullu gildi " Enn hefur ekki verið reistur svo hár múr, að ekki sé hægt að teyma yfir hann asna klifjaðan gulli"
Fyrirvari um virkjunarleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 18:00
Ótrúlegt!!!
Sýnir best hvað við lifum í framsæknu þjóðfélagi, og hvað það borgaði sig vel að einkavæða Símann. Já árið er 1988 og við ætlum að netvæða aðeins út fyrir það svæði sem gefur mestann arð, þetta má kalla framsýni og djörfung. Maður gæti jafnvel haldiið að það færi að hylla undir aldamótin 1999 - 2000.
Þetta er auðvitað búið að vera glórulaust helvítis metnaðarleysi!!!!
Fólk býr í 30 km. loftlínu frá Rvk. og hefur ekki nothæfa nettengingu, verður jafnvel að velja sér örugga staði til að tala í Gsm síma.
Tilboð í uppbyggingu háhraðatenginga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2007 | 15:51
Athyglisvert!
Börn fá Range Rover í jólagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 15:47
Þennsluaukning
Hvað er eiginlega að mönnum? Við getum ekki mannað þau störf sem eru í boði í dag, útkoman = allt of mikil þensla, allt of mikil verðbólga, allt of háir vextir, allt tekið úr veskinu okkar. Svo skal þenja meira, sökkva landinu, til handa atvinnulausum útlendingum og við borgum. Á meðan skal fresta Háskólasjúkrahúsi til að slá á þensluna.
Hvort vilt þú?
Óvirkjuð orka okkar er eins og væn innistæða í vel reknum banka, hún bara vex og vex við geymslu.
Er ekki ráð að aðeins doka við?
Kísilverksmiðja í Þorlákshöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 17:58
Kennara / skóla einkunn
Er það ekki málið, kennið ekki börnunum um. Getur varla verið að öll börn á suðurlandi séu lakari námsmenn en í öðrum landshlutum.
Þarna hlýtur að koma til metnaðarleysi skólastjórnenda og kennara, vill svo til að ég þekki dæmi þess. Enda ganga kennarar fremstir í þeim flokki sem vilja samræmdu prófin burt.
Niðurstaða: Samræmd próf = einkunn kennslunnar.
Einkunnir hæstar í SV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 16:19
Þjórsárvirkjanir=verðbólgubál
Hvernig væri nú að hætta við Þjórsárvirkjanir til að lægja verðbólgubálið? Við höfum engan mannskap í þetta, og varla viljum við sökkva landinu okkar fyrir atvinnu handa útlendingum, aukna þennslu, hærri vexti og meiri verðbólgu?
Alla vega væri nær að slá því af, frekar en fresta Háskólasjúkrahúsi, eða hvort vilt þú?
Stöðugleiki eða verðbólgueldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 16:15
KFC og transfitusýrur
Vilja draga úr notkun transfitusýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2007 | 15:19
Grimmd mæðra í svíaríki???
BUGL fékk 6 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2007 | 21:44
Lægri laun? Hjá læknum? Skúringarkonum?
Þýðir þetta kannski að læknar hætti að prýða efstu sæti tekju/skatta lista landsins?
Gæti verið að samband sé á milli launa lækna og yfirmanna heilsugæslustofnana annars vegar og rekstrarvanda þeirra?
Yfirlæknar leggja til sparnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hin hliðin?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1099
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar