Færsluflokkur: Bloggar

Líka Hafnarfjarðarlögreglan???

Munið eftir þegar einhverjir voru að  rífast á athafnasvæðinu fyrir ofan Straumsvík og lögreglan var kölluð á svæðið?

Þeir fjölmenntu á tveim bílum,  fannst upplagt að fara í kappakstur á leiðinni og veltu druslunum?

Þegar svo lögregla kom á staðinn voru rifrildisseggirnir löngu sáttir og farnir?

Væri ekki upplagt að kaupa undir lögregluna bíla með keyrslueiginleika í stað hraðskreiðstu traktora í heimi?

Hverjum öðrum dettur í  hug að  skreyta sig með 200 hestöflum á 2,000 kg. bíl?

Dæmi úr fréttum gæti litið svona út: "Ökumaður stakk lögreglu af á ofsahraða,  lögreglan lýsir eftir svörtum BMW",  hafið þið ekki heyrt svipað.

Hvers vegna notar lögreglan ekki svipuð vopn og andstæðingurinn,  eða jafnvel betri?

Hafið þið séð hvernig þessir Volvoar sem almenningur ekur um á silast um göturnar?  Endilega takið eftir því í næstu bæjarferð.

Þetta dót er ekkert ósvipað bílum í útliti,  en akstursmátinn á þessum tækjum!!!  Þetta hlýtur að vera meiriháttar mál að stjórna þessu. 


mbl.is Það stingur enginn lögguna af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgir?

Hér á blogginu um daginn var verið að hrósa fimm ára barni fyrir hugrekki og kjark við að bjarga einhverjum úr brennandi húsi,  það var að sjá sem fólk liti á barnið sem fullorðið og fært um að taka ábyrgð gerða sinna,  fékk ég bágt fyrir aðra skoðun.

Hvað finnst ykkur um þetta.  Á að  rétta yfir þeim sem fullorðnum og geima þá í fangelsi fram að  miðjum aldri,  fyrir svona bernskubrek?

Eru margir hér á blogginu sem ekki fóru í "læknisleik" sem börn?

Hver er tilbúinn að taka það á sig,  að "sortiera" hvaða börn eru fullorðin og hver eru börn ennþá? 


mbl.is 8 og 9 ára piltar í haldi grunaðir um aðild að nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin lífsgæði???

Lífsgæði.

 

            Kæri lesandi.   

            Mig langar til að benda þér á nokkur atriði sem varða lífsgæði okkar.

            Hefur þú það ekki annars ágætt?  Ég meina hefur vinnu, nóg að borða,  þak yfir höfuðið og svona þó nokkur önnur lífsþægindi,  getur veitt þér ýmislegt?

            Ef þú spyrð,  hef ég það líka ágætt,  ég á ýmislegt dót sem auglýsingar lofuðu að gæfu mér aukna lífshamingju,  ma. sjónvarp sem sýnir fólk enn fallegra en það er í rauninni og hér um bil í fullri stærð,  nýjustu stafrænu myndavélina,  ýmis eldhústæki (að  vísu misjafnlega mikið notuð),  fullt af ýmis konar útivistarvarningi,  skrepp einstaka sinnum til útlanda (svona til að spara innkaup hér heima) og svona mætti lengi telja.  Í geymslunni minni er ma. brauðvél,  sódastream tæki og eitthvað fleira sem mér er illa við að rifja upp, svo held ég að í bílskúrnum sé þrekhjól einhverstaðar.  Já,,,já....svona mætti lengi telja.  Það er eiginlega spurnign hvort mesta kaupmáttaraukningin mín fælist ekki í því að halda betur utan um aurana mína.

            Jú ég veit....vextir og verðlag er alveg að drepa mann,  ráða yfirvöld ekkert við þetta? 

            Þeir kenna  "þennslu" um,  allt of mikið að gera,  vantar fólk í vinnu,  mikil laun kalla á hærra verðlag og vaxtahækkanir Seðlabanka,  þetta er svona hálfgert æði allt saman.

            Það er nú þannig að á svona tímum finndist manni besta kjarabótin felast í  því að "kæla" þetta svolítið niður,  draga úr hraðanum.  Alla vegana er örugglega ekki þörf á að skapa ný störf að sinni.  Ég get ekki séð annað en ef það yrði gert kæmi það beint í bakið á mér.

            Sjáðu til:

                        Meiri eftirspurn eftir vinnuafli þýðir hærri laun hjá sumum.

                        Hærri laun hjá sumum þýðir ma. dýrari bíla,  eða annað kaupæði.

                        Æðið þýðir óhagstæðari viðskiptajöfnuð,  þennslu og aukna verðbólgu.

                        Þennslan og verðbólgan þýðir hærra verðlag og hærri vexti.

                        Hærri vextir og verðbólga þýðir að  mér verður minna úr laununum.

                        Og þú,  lesandi góður,  veist jafn vel og ég hvað það þýðir.

            Nú ætla ég að geyma þessa umræðu í bili og tala um annað.

           

Sparnað:

            Já,  mig skal ekki undra þó þú kváir við,  eftir það sem á undan er  gengið.

            Nú eru allar peningastofnair að bjóða ýmis konar sparnað,  oft undir ráðgjöf sérfræðinga.  Í boði eru gull og grænir skógar með loforði um áhyggjulausa rest.

            Það er vissulega ókostur,  að mér finnst,  að maður skuli þurfa að láta meir af laununum sínum í þetta,  manni finnst einhvern veginn að skattpeningarnir ættu að duga fyrir áhyggjulausu ævikvöldi eftir allt streðið.  Mér finnst líka einhvern veginn að fyrst bankarnir sækjast svona eftir þessum aurum hljóti þeir að ætla sér að græða á þeim,  þetta eru jú engar félagsmálastofnair,  vinna við að græða peninga.  Sem jú væri allt í lagi bara ef ég fengi hlutdeild í gróðanum,  sem við skulum vona að sé.

            Nú ætla ég líka að geyma þessa umræðu í bili,  kem að þessu hvoru tveggja síðar.

 

            Í dag langar mörgum til að auka enn við þennsluna.  Já,,,þú last rétt.  Menn eru að tala um enn meiri virkjanir,  til handa ýmsum fyrirtækjum. 

            Þar sem við höfum ekki mannafla í þetta mun það skapa fólki annarstaðar að atvinnu,  sennilegast á lúsarlaunum,  það út af fyrir sig heldur niðri launum iðnaðarmanna hér.  Þarna er um að ræða hundruði ef ekki þúsundir starfa,  bæði við uppbyggingu á öllu draslinu,  rekstur þess og svo afleiddum störfum.

            Já lesandi góður,  okkur langar til að sökkva landinu okkar í þágu annara,  og borga fyrir það með hærri vöxtum,  hærri verðbólgu,  minni kaupmætti,  eins og ég skrifaði fyrst hérna í bréfinu,  ótrúlegt ekki satt?

            Það eru margir á því að öll sú orka sem við eigum óbeyslaða eigi ekkert eftir annað en hækka í verði  og það mikið.  Einstaka stjórnmálamaður hefur jafnvel misst það út úr sér að eftirspurnin sé að aukast.

            Eigum við ekki að geyma þetta þangað til að harðnar á dalnum,  selja minna í einu og á miklu hærra verði?

            Afleiðingar virkjunar nú, eru alveg skelfilegar að mínu mati,  ég hef bara ekki efni á því að láta róta meir í veskinu mínu.

            Og þá kem ég að sparnaðinum:  Svona af því að við höfum það bara ágætt í  dag, eigum við ekki að geyma þetta að sinni,  um óákveðinn tíma,  kannski handa börnunum okkar eða barnabörnum,  eða bara handa okkur ef ástandið versnar.

            Ég er alveg klár á því að það finnst ekki vænlegri fjárfesting,  ekkert að leggja fyrir, bara hirða hagnaðinn.  Veist þú um betri ávöxtunarleið?

            Niðurstaða mín er:  Tími ekki að sökkva landinu okkar fyrir fólk annarstaðar að úr veröldinni og í þokkabót borga fyrir það úr eigin vasa í formi versnandi lífskjara.

            Þú bara fyrirgefur lesandi góður.

 

 


Markaðslögmáið er: Betra aðgengi og meira úrval = meiri sala

Er bara ekki nokkur leið fyrir fólk að kingja þessu?

Haldið þið virkilega að það séu önnur lögmál fyrir áfengi?

Fréttin sannar þetta,  má  ekki bara viðurkenna ósigur sinn í  þessu eins og  menn?

Haldið þið virkilega að brugg og  smygl hafi lagst af við komu bjórsins?

Hafa einhverjar tölur sínt það?

Standa eins og maður,  taka ósigri jafn og sigri?

Mjög gott að aðeins stoppa við og hugsa málið. 


mbl.is Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl og óvitaháttur.

Ég hef  nú aldrei heyrt annað eins,   hrósa fimm ára óvita fyrir að æða inn í brennandi hús,  þetta á ekkert skylt við hetjuskap.

Óvitaháttur og ekkert annað,  hann hefði bara átt að brenna inni,  væruð þið stolt af hetjuskapnum þá?

Hvað haldið þið að hann hafi gert sér grein fyrir hættuni,  eða vitað eðlileg viðbrögð við óvæntum uppákomum.

Alveg stórvarasamt að halda því að krökkum að þetta sé það sem  beri að  gera í  svona tilfellum,  ekki vildum við að fimm ára börnin okkar væru að þvælast inn í  brennandi hús,  haldandi það  hetjuskap og aðdáunarvert.

Bið fólk aðeins að doka við.............taka til í  höfðinu. 


mbl.is Kóngulóardrengur bjargaði ungbarni úr brennandi húsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn fleirri rollupeningar???

Eigum við ekki að  fara að hætta þessari vitleisu,  hvað ætlum við lengi að ausa peningum í þessi trúarbrögð sem sauðkindin er.?

Legg til að Ríkisendurskoðun láti fara fram  könnun á því hvað kílóið af kindakjöti kostar landann.

Ekki nóg með það,  legg fyrir ykkur dæmi:  Kaupi lambahrygg á 1600 kr. kg. matreiði og borða,  bíddu nú við....hvað borða ég?

Vill svo til að ég gerði nákvæma athugun á  þessu,  af hverju kg. af hrygg eru 90g. kjöt,  hitt fita og bein???  Já 9% matur!!!

Það þýðir 9 g.  á 1600 kr.   17,778 kr. kg. af kjöti.  og þá er ekki með talið öll gjöld sem skattgreiðendur eru búnir að  greiða fyrir framleiðsluna,  ég meina " come on".

Svo er þetta óhollur og óæskilegur matur í offituþjóðfélagi nútímans, það mætti td. spyrja um tilgang þess að setja þetta á borð fyrir miðaldra eiginmann í dag.

Setjum þetta lopapeisulið á góð eftirlaun gegn því að hætta þessu undir eins,  það skal vera ódýrast fyrir þjóðfélagið í heild,  hvar sem á er litið helbrigðiskerfið og allt saman.

 

 


mbl.is Riðubrennsla kostar milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rolling Stones

Sem snöggvast hélt ég mig sjá K.R úr Rolling Stones,  en sem betur fer var það nú ekki.
mbl.is Hulunni svipt af andliti gullna faraósins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar auðvitað!!!

Enn hefur ekki verið reistur svo hár múr,  að ekki sé hægt að teyma yfir hann asna klyfjaðan gulli !!!

mbl.is Landeigendur slíta viðræðum við Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með símann?

Var ekki hægt að  hringja í hana?  (Gefa síðan andvirði ferðarinnnar til mæðrastyrksnefndar)

mbl.is Kona sem grunuð er um íkveikju í Vestmannaeyjum ekki í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hin hliðin?

Höfundur

Guðjón Guðvarðarson
Guðjón Guðvarðarson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband