25.1.2012 | 11:06
Öryrkjar / bankastjórar
Getum við ekki fengið smá sneið af þeirri köku, sem ætluð er bankastjórum til hækkunar launa?
Er til of mikils ætlast að vinstri velferðarstjórn taki tillit til þeirra sem minna mega sín?
Hverslags vitleisa er þetta, síðan 2009 brotin lög ?
Hvað er á bak við öllu fögru orðin?
Þegar svona er ástatt, og atvinnulífið í lamasessi, er þá rétt að eyða dýrmætum tíma Alþingis í ýmiskonar Harde mál?
Kusum við ekki þetta lið til að halda uppi réttlátu samfélagi, þar sem allir sitja við sæmilega réttað borð?
Ekki bara sumir við of hlaðið, en aðrir hirða milsnuna ?
Þetta er hreinn óþveraskapur að koma svona fram við okkar smæstu bræður og á ekki að þekkjast í vestrænu þjóðfélagi, nóg gagnrýnum við þetta í framandi löndum, höldum varla vatni yfir því.
Þetta er að sjá flísina í auga náungans en koma ekki auga á bjálkann í sínu.
Skora hér með á alla fréttamenn að fylgja þessu vel eftir, dæmin sanna að öðrvísi gengur þetta ekki.
Með fyrirfram þakklæti til þeirra sem sinna kallinu.
Guðjón Guðvarðarson
Kt. 1901534799
Stjórnvöld eiga að skila öryrkjum því sem þeim ber | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hin hliðin?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.