Umferðaljós

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að rauða ljósið logi of lengi, en að maður sofni við það, en nú kannski einum of langt gengið.

  Voða gott að hafa iPad eða álíka tæki við hendina í umferðinni hér, ég prófaði um daginn að festa iPadinn minn með frönskum rennilás við stýrishjólið, allgjör snilld, alveg sama hvernig maður snýr hjólinu leturborðið snýr alltaf niður.

  Ég var nefnilega nokkrar vikur í haust út í Stokkhólmi á bíl.  En eins og margir vitað tóku Svíar upp hægri umferð nokkrum árum á undan okkur og virðast hafa aðlagað sig nokkuð vel, hlutur sem etv, lagast hérna einhvern tímann, og menn noti vinstri akrein eins og á að gera.  Eins varð ég var við að þar er fólk í umferðinni til að fara á milli staða, ekki í slóri og drolli til að skoða umhverfið í eigin heimi. Sá aldrei að fólk æki um eins og það væri á skriðdreka í stórskotaliðs árás, ég á réttinn, ég á réttinn, ég er á stærri bíl,  ég er á jeppa.    Að maður sæi miðaldra kellingar af báðum kynjum með sígarettu í kjaftinum, hundinn í fanginu og talandi í síma, gerðist bara aldrei.  Hvað þá að maður sæi lögregluna tala í síma á ferð.

Ég varð fyrir alvarlegu áfalli með umferðina hérna þegar ég kom til baka, tók þann pól í hæðina, að vera ekkert að stressa mig yfir þessu, vera bara rólegur og spila með.

Ráðlegg öllum sem eru í svipaðri aðstöðu að gera eins, líma iPadinn á stýrirð og slaka bara á.


mbl.is Sofnaði á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hef sofnað á hraðbraut i edru tilstandi!

jarnar (IP-tala skráð) 7.9.2013 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hin hliðin?

Höfundur

Guðjón Guðvarðarson
Guðjón Guðvarðarson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband