19.9.2007 | 21:53
Sturla og félagar.
Nokkrar spurningar sem ég velti fyrir mér.
Er Grímsey ekki í kjördæmi Sturlu?
Ef æðsti yfirmaður þinn segir þér að gera hlutina, hvað sem þeir kosta, hvað gerir þú? Auðvitað kílir málið í gegn, vonandi það að hann beri ábyrgina. Sem hann að sjálfsögðu gerir ekki. Svona menn benda fyrst á skúringarkonuna og síðan upp stigann.
Hver er ábyrgð samflokksmanna æðsta yfirmanns ferjumála þegar hann vill koma hlutunum í gegn, sama hversu vitlausir þeir eru?
Hver er ábyrgð stjórnarliða í viðkomandi stjórn?
Var enginn stjórnarandstaða á þessum tíma og hver er ábyrgð hennar í að veita aðhald arfavitlausum aðgerðum?
Ef svörin við þessum spurningum eru á þá lund sem ég held, sér hver maður að það verður ekkert gert að viti í málinu. Þeir eru allir samsekir og hilma yfir hver með öðrum. Sko ef þú gerir eitthvað þá 1. Sast þú hjá við afgreiðslu 2. Samþykktir 3. Ég veit nú kannski ýmislegt 4. Ert þú orðinn leiður á að sitja á þingi.
Hvernig væri að fá stjórnsýsluúttekt á störfum yfirmanns þessara mála á sínum tíma?
Hvernig væri að vinna að einhverju viti í þessu máli og hætta að slá ryki í augu almennings? Mér er meinilla við þegar mér finnst vera logið að mér?
Þar sem er verið að fjalla um samgöngumál langar mig til að bæta við:
Tilefni næstu spurningar er að ég spila "rússnenska rúllettu oft í viku" þe. þarf að fara yfir Hellisheiðina.
Nú standa yfir og eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir v/ Héðinsfjarðarganga. Missa margir maka sína, missa mörg börn foreldra sína, missa margir ættingja sína og missa margir vini sína á þeim vegarkafla sem Héðinsfjarðargöngin eiga að leysa af hólmi?
Hvað með Vestmannaeyjaferju, göng eða hvað eina? Sömu spurningar, og í viðbót, Er gamla ferjan of lengi á leiðinni? Er það málið? Hafa Vestmannaeyingar lítinn tíma aflögu? Er mikið að gera?
Hvers vegna hef ég það á tilfinningunni að all flestir fréttamenn ali sér þann draum að komast áfram í pólitík og þess vegna sé ekki rétt að spyrja áhrifamenn óþægilegra spurninga?
Hvað er þetta með þetta fólk? Er ekki kominn tími til að sýna skylvirkni í starfi ?
Fyrir mörgum árum vann ég í fiski, ma. í Þorski. Haldið þig að ég geti fengið að komast að kötlum þeim sem ríkissjórnin kyndir undir og á að koma í stað aðgerða hennar sem ætlað er að skapa okkur sæmilega framtíð?
Fjárlaganefnd ekki sammála um lokaskýrslu Grímseyjarferjumálsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hin hliðin?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.9.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.