16.11.2007 | 21:29
Aukin lífsgæði???
Lífsgæði.
Kæri lesandi.
Mig langar til að benda þér á nokkur atriði sem varða lífsgæði okkar.
Hefur þú það ekki annars ágætt? Ég meina hefur vinnu, nóg að borða, þak yfir höfuðið og svona þó nokkur önnur lífsþægindi, getur veitt þér ýmislegt?
Ef þú spyrð, hef ég það líka ágætt, ég á ýmislegt dót sem auglýsingar lofuðu að gæfu mér aukna lífshamingju, ma. sjónvarp sem sýnir fólk enn fallegra en það er í rauninni og hér um bil í fullri stærð, nýjustu stafrænu myndavélina, ýmis eldhústæki (að vísu misjafnlega mikið notuð), fullt af ýmis konar útivistarvarningi, skrepp einstaka sinnum til útlanda (svona til að spara innkaup hér heima) og svona mætti lengi telja. Í geymslunni minni er ma. brauðvél, sódastream tæki og eitthvað fleira sem mér er illa við að rifja upp, svo held ég að í bílskúrnum sé þrekhjól einhverstaðar. Já,,,já....svona mætti lengi telja. Það er eiginlega spurnign hvort mesta kaupmáttaraukningin mín fælist ekki í því að halda betur utan um aurana mína.
Jú ég veit....vextir og verðlag er alveg að drepa mann, ráða yfirvöld ekkert við þetta?
Þeir kenna "þennslu" um, allt of mikið að gera, vantar fólk í vinnu, mikil laun kalla á hærra verðlag og vaxtahækkanir Seðlabanka, þetta er svona hálfgert æði allt saman.
Það er nú þannig að á svona tímum finndist manni besta kjarabótin felast í því að "kæla" þetta svolítið niður, draga úr hraðanum. Alla vegana er örugglega ekki þörf á að skapa ný störf að sinni. Ég get ekki séð annað en ef það yrði gert kæmi það beint í bakið á mér.
Sjáðu til:
Meiri eftirspurn eftir vinnuafli þýðir hærri laun hjá sumum.
Hærri laun hjá sumum þýðir ma. dýrari bíla, eða annað kaupæði.
Æðið þýðir óhagstæðari viðskiptajöfnuð, þennslu og aukna verðbólgu.
Þennslan og verðbólgan þýðir hærra verðlag og hærri vexti.
Hærri vextir og verðbólga þýðir að mér verður minna úr laununum.
Og þú, lesandi góður, veist jafn vel og ég hvað það þýðir.
Nú ætla ég að geyma þessa umræðu í bili og tala um annað.
Sparnað:
Já, mig skal ekki undra þó þú kváir við, eftir það sem á undan er gengið.
Nú eru allar peningastofnair að bjóða ýmis konar sparnað, oft undir ráðgjöf sérfræðinga. Í boði eru gull og grænir skógar með loforði um áhyggjulausa rest.
Það er vissulega ókostur, að mér finnst, að maður skuli þurfa að láta meir af laununum sínum í þetta, manni finnst einhvern veginn að skattpeningarnir ættu að duga fyrir áhyggjulausu ævikvöldi eftir allt streðið. Mér finnst líka einhvern veginn að fyrst bankarnir sækjast svona eftir þessum aurum hljóti þeir að ætla sér að græða á þeim, þetta eru jú engar félagsmálastofnair, vinna við að græða peninga. Sem jú væri allt í lagi bara ef ég fengi hlutdeild í gróðanum, sem við skulum vona að sé.
Nú ætla ég líka að geyma þessa umræðu í bili, kem að þessu hvoru tveggja síðar.
Í dag langar mörgum til að auka enn við þennsluna. Já,,,þú last rétt. Menn eru að tala um enn meiri virkjanir, til handa ýmsum fyrirtækjum.
Þar sem við höfum ekki mannafla í þetta mun það skapa fólki annarstaðar að atvinnu, sennilegast á lúsarlaunum, það út af fyrir sig heldur niðri launum iðnaðarmanna hér. Þarna er um að ræða hundruði ef ekki þúsundir starfa, bæði við uppbyggingu á öllu draslinu, rekstur þess og svo afleiddum störfum.
Já lesandi góður, okkur langar til að sökkva landinu okkar í þágu annara, og borga fyrir það með hærri vöxtum, hærri verðbólgu, minni kaupmætti, eins og ég skrifaði fyrst hérna í bréfinu, ótrúlegt ekki satt?
Það eru margir á því að öll sú orka sem við eigum óbeyslaða eigi ekkert eftir annað en hækka í verði og það mikið. Einstaka stjórnmálamaður hefur jafnvel misst það út úr sér að eftirspurnin sé að aukast.
Eigum við ekki að geyma þetta þangað til að harðnar á dalnum, selja minna í einu og á miklu hærra verði?
Afleiðingar virkjunar nú, eru alveg skelfilegar að mínu mati, ég hef bara ekki efni á því að láta róta meir í veskinu mínu.
Og þá kem ég að sparnaðinum: Svona af því að við höfum það bara ágætt í dag, eigum við ekki að geyma þetta að sinni, um óákveðinn tíma, kannski handa börnunum okkar eða barnabörnum, eða bara handa okkur ef ástandið versnar.
Ég er alveg klár á því að það finnst ekki vænlegri fjárfesting, ekkert að leggja fyrir, bara hirða hagnaðinn. Veist þú um betri ávöxtunarleið?
Niðurstaða mín er: Tími ekki að sökkva landinu okkar fyrir fólk annarstaðar að úr veröldinni og í þokkabót borga fyrir það úr eigin vasa í formi versnandi lífskjara.
Þú bara fyrirgefur lesandi góður.
Um bloggið
Hin hliðin?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.