18.12.2008 | 08:47
Auli!!!!
Aulaháttur hjá manninum að koma ekki hingað með jeppahrygluna, hér má aka hverju sem er, hvar sem er og hvernig sem er.
Ég ók einu sinni sem oftar nýjum BMW hér yfir Hellisheiðina lá á fyrsta hundraðinu ( í leiðb. með bílnum er tekið fram að það sé takmarkaður hraðinn á bílnum við 225 verksmiðja ábyrgist ekki dekk og annað á meiri hraða)
Þá öslar fram úr mér, eins og ég hafi verið að mæta honum, svona trukkur jeppi, / pickup, á dekkjum hærri en bíllinn minn, gamalt hróg, mjög eftirmynnileg lífsreynsla sökum aksturslags.
Vildi svo til að þegar ég lagði bílnum við fyrirtæki í Rvk. þá sá ég tækið, varð svolítið forvitinn og keyrði BMW, varlega. Kom í ljós að ef ég lenti framan á honum var fyrsti ákomustaður framrúðan, næsti andlitið á mér síðan nefið á bílnum á hásingu tækisins. Skoðunarmiði tækisins var á sama ári, lesning á hjólbörðum þýddi " Off road use only, max speed 35 mph."
Hvað finnst ykkur um þessi tæki á meðal okkar?
Ber ábyrgð á dauða 4 barna sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hin hliðin?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugaverð pæling. Mér þætti gaman að vita hvort þessir breyttu jeppar hérna uppfylli allar öryggiskröfur í Evrópu t.d. Það er allavega klárt mál að það er búið að færa jafnvægispunkt bílsins mun ofar sem eykur líkurnar á að bíllinn velti margfalt.
Karma (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 09:35
Ég sé ekkert að því að jeppum sé breytt svo framarlega sem það sé gert vel og vinnan vönduð. Þú hafðir áhyggjur af að fá jeppann í andlitið en það sama getur gerst með vörubíla. Hins vegar er ekkert vit í að aka þessum breyttu jeppum á seinna hundraðinu þó svo að þeim sé vel breytt. Tökum sem dæmi björgunarsveitajeppana sem eru á 44" dekkjum og með forgangsljós. Mín skoðun er að þeir eigi aldrei að aka yfir hámarkshraða þjóðvega en sjálfsagt er að þeir hafi ljósin til að fá forgang í mikilli umferð og þess háttar.
Guðmundur (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 09:35
Guðmundur: "Mín skoðun er að þeir eigi aldrei að aka yfir hámarkshraða þjóðvega en sjálfsagt er að þeir hafi ljósin til að fá forgang í mikilli umferð og þess háttar."
Ólíkt þá öðrum bílum sem eiga reglulega að aka yfir hámarkshraða
Hvað koma vörubílar annars breyttum jeppum við? Þó að vörubílar séu valdi ákv. skaða þegar þeir lenda í árekstri þýðir það ekki að aðrir bílar eigi að vera hættulegir líka.
Karma (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.