16.7.2009 | 19:24
Nornarveiðar???
Eru svona vinnubrögð virkilega lögleg?
Samrýmist þetta vinnubrögðum í nútíma samfélagi?
Sýnir reynslan okkur ekki að það eru starfsmenn tryggingarstofnunar sem hafa svikið mestu peningana út úr þeirri stofnun?
Væri ekki nær að athuga "bjálkann" í eigin auga heldur en "flísina" í náunganum ?
Alveg dæmigerður hugsanagangur hjá starfsmönnum þarna, við erum til fyrir þá, en ekki þeir ekki í starfa hjá okkur.
Leita eftir ábendingum um tryggingasvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hin hliðin?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
en Guðjón, við verðum að brenna nornirnar..... til að bjarga þeim.
umhyggja (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 19:52
Merkilegt en satt.. Er alveg sammála þér með starfsmennina.. Bara ótrúlegt þetta er bara spegill af atvinnuleysisbótunum.. En án nafns? ef mér er ílla við vinkonu mína þá á hún á hættu að missa bæturnar sínar " Halló ,, Má hún við því.. ? Nei....
Ég er sjálf öryrki í Danmörku og búin að búa hér í næstum 7 ár og það er ekkert sældar líf núna þegar gengið er svona .. engin vill prófa það sem ég er að ganga í gegnum.. Hér eru öryrkja að missa ofan af sér húsnæðið og veit ég um eina sem er búin að missa sitt 2 X frá falli krónunnar.. Guð, hjálpi henni ef einhverjum er illa við hana .. úff ekki vill ég hugsa þá hugsun til enda ..(Ég hef langa sögu að segja ef þú sendir mér póst) dora61@gmail.com sem ég ætla ekki að segja hér.. kveðja frá Danmörku Dóra
Dóra, 16.7.2009 kl. 20:55
Nákvæmlega, núna er hægt að hringja nafnlaust og tilkynna um svik hjá einhverjum sem manni er illa við, bæturnar frystar á meðan málið rannsakað, einn svaltandi öryrki..hvað er það á milli vina. Þetta er til háborinnar skammar, hvernig væri að ríkið reyndi að beina þessum refsivendi sínum að útrásarvíkingunum í staðinn að ráðast á öryrkja og fólk á atvinnuleysibótum.
steina (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 21:09
Já þetta er til.... og því miður eigum við öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem öllu er búið að stela frá ( sparnaði sem áttu) bara ótrúlegt að borga meira.. Hvar eru þessir útrásarvikingar ? SVAR: út í útlöndum og sigla á sínum snekkjum og hlæja af okkur.. Ég er Td: að missa 70 % og er að missa meira í hverjum mánuði.. hér hækkar allt leiga og matur það sem maður þarf helst á að halda.... Þetta er bara svo rosalega ömurlegt að ég á ekki nein orð um það ... ég spjara mig því ég þekki ekkert annað.. en úfff hvað með alla hina.. Ég hef hjálpað vinkonu minni um 200 dkr en ég fæ það aldrei bogað aftur og hún hefur það ekkert verra en ég. hvað á maður að gera ? Mig munar um 200 dkr .. Hef þetta ekki lengra ...þetta er svo rosalegt hér :( kveðja frá DK Dóra
Dóra, 16.7.2009 kl. 21:53
Mér finnst merkilegt hvernig sumt fólk hleypur upp til handa og fóta þegar fréttist að það eigi að svipta einhverja bótum án þess að velta því fyrir sér fyrst hverja verið er að svipta bótum. Það er einmitt fólkið sem ekki á rétt á þessum bótum sem verið er að svipta, þ.e. svindlarana. Fólk sem t.d. fær full laun fyrir svarta vinnu, borgar ekki skatt og hirðir svo bætur í ofanálag; bætur sem annars gætu runnið til þeirra sem raunverulega þurfa á þeim að halda.
Þegar tryggingabætur og skerðingar koma fyrir í sömu fréttinni þá virðist sem allt ætli um koll að keyra. Þá er verið að stela af öryrkjum og gamalmennum og hungurlúsinni kippt af sveltandi fólki vegna þess að einhver illkvittinn sendi inn nafnlausa ábendingu. Sannleikurinn er hins vegar sá að með þessu er verið að reyna að bæta hag öryrkja (óbeint) því eftir sem fleiri svindla á kerfinu, þeim mun líklegra er að ríkið þurfi að skerða örorkubætur til (raunverulegra) öryrkja vegna fjárskorts.
Þegar öryrkjar og ellilífeyrisþegar ná að hemja varnarviðbragðið þá munu þeir sjá að það er alls ekki verið að ráðast á þá, heldur þvert á móti. Skynsemin segir manni líka að bætur fólks verði ekki frystar fyrr en eftir að mál þeirra hafa verið rannsökuð. Þetta sér maður ef maður bara telur upp að tíu og man eftir að anda.
Pax pacis, 16.7.2009 kl. 23:52
Þakka þér fyrir þetta Pax ég er mikið samamáĺa það eru margir sem misnota þetta kerfi og að sjálfsögðu eigum viðað ná þesu gæpamönnum og koma þeim frá því að sjúga peninga úr kefinu sem annars fætil þeirra sem virkilega þurfa. Þessi ábendinga þjónusta er tímabær og mun aðeins bitna á þeim sem eru að svindla á kerfinu hinir geta andað rólega.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 02:22
Pax og Davið, hversu marga þekkið þið sem eru að svindla á örorkubótum má ég spyrja, hefur annarhvor ykkar einhverja hugmynd um hvað það tekur langan tíma og stapp að vera metinn öryrki. Það gerist ekki á einum degi sko, það tekur í sumum tilfellium mánuði eða ár, margar ferðir til margra lækna, blóðprufur, myndatökur, það verður enginn metinn öryrki með einu pennastriki. Þetta er bara árás til sparnaðar ríkisins, það er alltaf til nóg af bjálfum eins og ykkur sem hlaupa til og hlakkar í.
steina (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.