Skattfrítt???

Ráða leigubílstjórar ekki sjálfir hvað þeir gefa upp af tekjum,  er og hefur nokkurn tímann verið eftirlit með því.

Fylgist með næsta leigubílstjóra hvað vinnur hann margar stundir á viku,  og hvernig berst hann á.

Ég held að sumir þessara manna tilheyri þeirri stétt sem  " mundu kaupa snöru um hálsinn á sér fengju þeir hana skattfrítt"


mbl.is Leigubílstjórar berjast í bökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Er nú ekki lágmark að hafa einhverju hugmynd um hvað menn eru að skrifa um í staðinn fyrir að gaspra eitthvað út í bláinn. Ég er nú ekki sjálfur leigubílstjóri en hef leyst af um helgar í þessu og þekki vel til í stéttinni og ég hreinlega skil ekki hvernig menn fara að þessu. Stöðvargjöld leigubílastöðvana hafa snarhækkað undanfarin ár, eldsneyti ríkur upp í verði eins og menn þekkja sem og dekk og annar kostnaður við bílana. Staðreyndin er sú að menn í þessu eru að vinna svona 70 - 90 tíma vinnuvikur lágmark til að geta haft eitthvað upp úr þessu. Ef þú stendur í þeirri trú að það sé svona mikið sældarlíf að keyra leigubíl er ekki bara kjörið fyrir þig að skella þér í þennan bransa of fara að lifa lífinu. Svo má benda á það að bílstjórar hafa um árabil fengið felda niður tolla þegar þeir kaupa nýja bíla til að stuðla að endurnýjun í þessu, (ekki viljum við sitja í druslum þegar við tökum leigubíl) en nú er skattstjórnin okkar búinn að afnema það frá og með síðustu áramótum. Þeir sem halda að þetta starf sé ávísun á eitthvað sældarlíf ættu að prófa þetta frekar en að vera með órökstuddar dylgjur á heila stétt manna.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 2.2.2011 kl. 09:20

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ljót skrif hjá síðuhöfundi og engum sæmandi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2011 kl. 11:01

3 identicon

Góðan daginn

þú hefur greinilega ákveðið að tjá þig um þetta mál án þess að kynna þér staðreyndir. maðurinn minn er leigubílstjóri og keyri ég líka sjálf stundum um helgar svo ég tel mig þekka vel til. Hér eru nokkrar staðreyndir fyrir þig.

Kostanður við að reka leigubíl:

  • tryggingar (eru mun dýrari en á venjulegum bílum) um það bil 30 þúsund á mánuði
  • stöðvargjöld eru 80.000 þúsund á mánuði
  • afborganir á bíl meðaltal um 50.000 þúsund á mánuði
  • bensín á mánuði 130.000 þúsund á mánuði
  • almennt viðald á bílnum 60.000 þúsund á mánuði (dekk, þrif, smurning og fl.) við t.d. þurfum að skipta um dekk svona 3-4 x á ári
  • gjöld vegna passa og fleira 5-10.000 þúsund á mánuði
  • viðgerðir á bíl meðaltal 40.000 á mán og þá geri ég ekki ráð fyrir stórviðgerðum eins og sjálfskiptingin fer og svoleiðis

þetta eru rúmlega 400.000 þúsund bara í rekstrakostnað!!!

Innkoma leigubílstjóra eftir hrun eru að meðaltali á virkum degi frá 10.000 til 18.000 og er ég þá að miða við 8-10 klt vinnudag. Með þvi að vinna báðar helgarnætur eru með um það bil 80.000 yfir helgina (sumar helgar gefa meir en sumar líka minna). Segjum að bilsjóri taki engan frídag á virkum dögum þá er hann með 300.000 kr. innkomu fyrir þá daga að meðaltali. Segjum að bilstjórinn keyri allar helgar þá er hann með 320.000 fyrir þær. Þetta gera rúmlega 300.000 kr í laun  á mánuði og á enn eftir að borga skatta og gjöld  og þá á bilsjórinn aldrei frídag!!! Mundir þú vinna alla daga mánaðarins fyrir þessi laun???? Tímakaupið er undir lágmarkslaun og til skammar. Ég veit ekki til þess að leigubílstjórar þurfi ekki að greiða skatta og gjöld. Þó svo að við vildum gætum við ekki svindlað því flest öll viðskipti eru með kortum og reikningsviðskipti sem koma fram í veltu á bankareikning sem og reikningsviðskipti koma fram á greiðsluseðli frá leigubílastöð sem skatturinn hefur aðgang að í uppgjöri leigubílastöðvarinnar.

 Til að reyna að lifa á þessum tekjum hafa vinnudagar verið upp í 16 klt á dag og nánast aldrei frídagur. Margir leigubílsjórar reyna að auka tekjur sínar með því að vinna upp í leifstöð og þá erum við fyrst að tala um skammarlegt tímakaup. Til að fá farþega í leifstöð er meðalbiðtími svona 6-9 klt og eftir allan þann tíma eru talsverðar líkur á að fá ferð í keflavik og er innkoma þá um 2000 kr. En ef þér finnst þetta ennþá svona mikil peningastarfsstétt skal ég formlega ´bjóða þér vinnu sem harkari um helgar á bílnum okkar svo þú fáir persónulega að upplifa þetta flotta líf sem leigubílstjórar hafa og tala nú ekki um allan peninginn!!!!!

Drífa (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 19:53

4 identicon

ég held að þú ættir að halda þig á útvarpi sögu með hinum geðsjúklingunum og hætta að gapa um það sem þú hefur ekki hundsvit á. þó þú hafir verið rekinn af bsr vegna aumingjaháttar þá þýðir það ekki að aðrir sem aka leigubílum séu óhæfir eins og þú. hálfviti !!!

Ragnar (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 01:14

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð Drífa:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.2.2011 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hin hliðin?

Höfundur

Guðjón Guðvarðarson
Guðjón Guðvarðarson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1043

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband