Hvað er verið að prófa?

Það var rétta lagið,  þynna bara mælieininguna ef nemendur og skólar standast ekki prófið.

Oft hefur verið rætt um að leggja niður samræmd próf,  sérstaklega sótt fast af kennurum.  Þau nefnilega draga fram skussana í þeirri stétt,  einnig er þetta einkunn fyrir viðkomandi skóla,  það eru / voru alltaf sömu skólarnir sem sátu á botninum,  varla er það nemendum að kenna?

  Það er auðvitað bæði rétt og réttlátt að "skussakennarar"  víki úr öruggum og vel vermdum stólum sínum fyrir yngri og áhugasamari kennurum.

   Hitt er svo annað mál,  það þarf að útbúa próf í samræmi við kennslu.  Ef "standardinn"  fyrir td. nemendur úr 10 bekk,  er of hár miðað við  kennslu,  þarf að  gera eitthvað  td.   bæta kennslu,  lengja námstímann,  leggja meiri áherslu á nýtar námsgreinar  (sleppa td. dönsku,  matreiðslu ofl ofl.),  leggja meiri áherslu á "framlegð"  kennslutíma,  árangurstengja laun kennara við útkomuna hjá nemendum þeirra,  svo mætti lengi telja.

Það að strika út dæmi þegar próf eru afstaðin eða alveg í "pípunum"  er auðvitað alveg út í hött,  ekki nokkur vinnubrögð!


mbl.is Þrjú dæmi felld úr stærðfræðiprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar tillögur hjá þér, ég nota veldareglur og píþagóras hmm... leifðu mér að hugsa... ALDREI... en matreiðslu á HVERJUM EINASTA DEGI ALLA ÆVI!!!

Þó að þú sérst fastur í 19. aldar kennslufræðum, nennirðu ekki bara að halda því fyrir sjálfan þig?

Vignir (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 22:57

2 Smámynd: Durtur

...og fyrst Vignir hefur bara kvarnirnar í að sjóða pulsur ætti að sjálfsögðu að hætta að kenna börnum raungreinar. Svona gaspur frá svona fólki ætti að vera hætt að koma manni á óvart en ég get ekki annað en hneykslast pínulítið í hvert skipti sem ég sé einhvern hampa eigin hálfvitaskap. Vignir, þú ert steik. Og ekki týpan sem maður matreiðir.

Durtur, 7.10.2011 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hin hliðin?

Höfundur

Guðjón Guðvarðarson
Guðjón Guðvarðarson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 996

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband