21, Öldin???

Alltaf finnst mér jafn sérkennilegt hvað Mbl.is reynir að auglýsa upp Morgunblaðið og beina þeim sem leita frétta á vefnum þangað.

Við skulum ætla að þeir sem leita frétta á Mbl.is eða annara veffréttamiðla séu að því vegna þess að  þetta er upplýst fólk og liggur ekki yfir pappírssneplum daginn út og inn,  hvað þá að borga fyrir það.  Þennan einfalda sannleik virðast ritstjórar Mbl.is ekki með nokkru móti geta komið inn í sinn þvera haus.  Það er löngu liðin sú forræðishyggja að þú segir fólki hvað það á að gera eða finnast,  alveg hvað menn berja hausnum við steininn,  þá gera þeir ekkert annað en skaða sjálfann sig.

Ég held menn verði að  koma því inn í hausinn á sér að við sem leitum frétta viljum fá þær nú, hlutlausar og síðan en ekki síst frítt. 

Á mínum vinnustað koma stundurm bunkar af fríblöðum á morgnana,  þar sem við vinnum ekki við tölvur  ( við erum ekki kennarar og getum þar af leiðandi ekki hangið á netinu þegar við eigum að vera að vinna ),  er það segin saga Fréttablaðið fá færri en vilja, önnur blöð fara meira og  minna ólesin í ruslið. 

Hver er reynsla ykkar?

Hvað kallast dagsgömul dagblöð?       Alveg rétt.....rusl.    En.....þannig er nú póstþjónustan víða í dreyfbýlinu.   

 


mbl.is Íslenskur huldumaður í rússnesku viðskiptalífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég kalla þig kaldan að skirfa svona pistil og gagnryna aðra fyrir eitthvað sem þú getur lítið fært rök fyrir.

Seint mun ég sjá það staðfest að kennarar hangi á netinu þegar þeir eigi að vera vinna.  

Svo er bara spurning hvort þetta sé ekki eðlilegt að morgunblaðið reyni að fá fólk til að lesa blaðið því það er nu þar sem þeir græða sem mestan pening og þar af leiðandi halda blaðinu OG mbl.is gangandi.  

Þarftu ekki að skoða aðeins fleiri hliðar á málinu heldur en þína eigin hagsmuni og hentusemi. 

ef þú ert að skrifa þetta í einhverjum biturleika yfir lélegum póstburði úti á landi held ég að sú gagnrýni eigi ekki heima í þessu samhengi.

Gísli Ólafsson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 03:44

2 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Gísli,  finnst þér virkilega eðlilegt að þegar þú leitar frétta þá sé prangað inn á þig auglýsingum fyrir gamaldags illseljanlega vöru?

Það vill nú svo til að ég er búinn að koma börnum mínum í gegn um grunnskóla,  og talað við aðra forleldra um kennara og  skólastarf í einum þeim skólum sem hvað verst fara út úr Samræmdu prófunum.  Því miður er grunur okkar margra á sömu bókina lært.

Dæmi um hvernig þetta er  í praxis:  Kennari kemur inn í stofuna,  setur nemendum fyrir hvað þau eiga að  gera í tíma.   Einn nemandinn rífur kyrrðina og friðinn,  biður kennarann   ( sem er að "vinna" í fartölvunni sinni ) um aðstoð.  Kennarinn,  sem er mjög upptekinn segir nemandanum með þjósti að koma til sín með vandamálið,  sem hann gerir,  sér fyrir tilviljun Mbl.is á skjánum hjá honum.  Eftir að viðtalinu er lokið segir kennarinn nemandanum að  fara í sæti sitt og brýnir fyrir nemendum að þeir verði að vinna sjálfstætt,  hann hafi engann tíma til að hlaupa eftir duttlungum hvers og  eins.

Því miður er þessi frásögn ekkert einsdæmi,  það getur vel verið að ég sé kaldur,  en ástandið getur ekkert annað en versnað ef við látum allt yfir okkur ganga,  það er hreinn aumingjagangur að sitja bara hjá og láta sem  ekkert sé.

Ég hef áður skrifað um kennaramál hér á  blogginu og ótrúlega margir tóku undir mín viðhorf,  án þess að ég ætli að fara að tíunda þau enn og einu sinni,  utan almenn skynsemi segir mér:

Maður á fyrst að vinna fyrir þeim launum sem maður hefur áður en farið er að biðja um meira.

Fyrir þau laun sem maður fær,  hlýtur að vera ætlast til að maður sýni skylvirkni í starfi.

Samræmd próf hljóta í eðli sínu að vera einkunn á skólastarfið í viðkomandi skóla,  það  þarf enginn að segja mér að  árgangur eftir árgang í sama skóla sé heimskari en í næsta skóla. 

Guðjón Guðvarðarson, 22.9.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hin hliðin?

Höfundur

Guðjón Guðvarðarson
Guðjón Guðvarðarson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband