17.10.2007 | 16:35
Bíddu nú við!
Segist launsonur Margrétar prinsessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 21:38
Seinna er aldrei !!
Jóakim spillir brúðkaupsáætlunum Viktoríu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2007 | 15:35
Hvað eru foreldrar að hugsa?
Fimmtán ára barn blindfullt???
Hvað er eiginlega í gangi?
Klukkan hálf sjö?
Hverjar eru útivistarreglunar?
Er ekki rétt að taka börnin af svona fólki þar til það nær áttum?
Þarf barnið ekki umönnun og uppeldi sem gerir því fært um að skilja alvarleika lífsins?
Er ekki rétt að taka í taumana meðan aldurinn er ekki hærri?
Barnaverndarnefnd, hvað ætlið þið að gera?
Fimmtán ára ökumaður á felgunni á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2007 | 22:16
Fyrirhuguð kertafleyting.
Legg til að við fleytum kertum um helgina til minningar um hundræfilinn, sem varð að gefast upp fyrir ofurefli skilningslausra manna. Hvers á blessað dýrir að gjalda? Þó svo einhverjar kerlingar út á landi hætti sér of nálægt því sem þær ráða ekki við.
Hvað með eigendann? Búinn að missa kæran vin og félaga, sem örugglega traustari og betri vinur en bæði börnin og makinn.
Í alvöru talað, hissa á að hafa ekki rekist á skrif í þessum dúr frá "dýravinum".
Grimmum hundi lógað á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2007 | 11:11
Bankastjórar framtíðarinnar.
Ég segi eins og maðurinn "þarna hitti fjandinn ömmu sína". Nemendur búnir að átta sig á að nota sömu vopn og bankanir, við hverju búast bankamenn? Upplýst og metnaðarfullt fólk, lætur ekki kúga sig, nei....það snýst til varnar og nýtir sér veikleika andstæðingsins.
Auðvitað
Tek ofan fyrir unga fólkinu.
Bönkum ofbauð kröfuharka nemendafélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 11:06
Allt sem ég þekki ekki er hættulegt!
Alveg er það merkilegt hvað fólk getur verið að vasast í hlutum sem því kemur ekkert við og hefur ekki hundsvit á, hefur þetta fólk ekkert þarfara að gera? Afturhaldssemin ræður ríkjum i skoðunum þess.
Bendi á að það eru önnur mál sem nær væri að berjast í:
Td.
Spilling stjórnmálamanna,
Drekkingarstefna landsvirkjunar,
Sauðfjárbeit á gróðurvana afrétti,
Vaxtaokur bankana.
Einangrun okkar á alþjóðamarkaði (Evrópusambandsleysi) ,
Ofl. ofl.
Vilja taka 3G senda niður aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 10:56
Æ...æ....mistök?
Sem betur fer ekki alvarleg ( þar sem lögreglumaður á í hlut ). Alltaf jafn kokhraustir þegar upp kemst um vanrækslu í starfi þeirra, og verið viss, eftir að rannsókn líkur á málinu, þá kemur í ljós að farið var í einu og öllu eftir reglum og óþarfi að ræða það meir.
Haldið þið að það hefði verið tekið eins mjúkt á málinu ef þetta hefði verið í miðborginni um helgarnótt og sauðsvartur almúginn átt í hlut?
Mistökin ekki refsiverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2007 | 21:58
Til ritstjóra Mbl.is
Lögregla fann bíl konunnar sem var hulinn trjám eftir að merki greindist frá farsíma hennar
Ég bar skil ekki hvað stendur þarna???
Er ekki eitthvað að íslenskunni?
Ég hefði skrifað eitthvað á þessa leið:
Lögreglan fann bíl konunnar sem var hulin trjágróðri.
Eða:
Lögreglan fann bíl konunnar eftir merki frá farsíma hennar, en hann var hulinn trjágróðri.
Annars er ég svo sem ekki í stakk búinn til að setja mig á háann hest í íslensku, en hlýt þó að gera þá kröfu til blaðamanna að þeir hafi svona lágmarkskunnáttu í málinu og geti sett það fram þannig að almenningur hnjóti ekki um málfarið.
Svo er alveg nóg í sjálfu sér að geta þess sem skiptir máli í fréttum, hefur blaðamaður eitthverja heimild til að koma þeirri skoðun inn hjá okkur að eiginmaðurinn hafi etv. komið trjágreinum fyrir til að hylja bílinn? Hvað hefur hann fyrir sér í því? Var hann á staðnum? Á blaðamaður í sjáfu sér rétt á að sakfella menn i máli sem hann hefur ekki hundsvit á?
Það sem blaðamenn eiga að einbeita sér að er vönduð og trúverðug fréttamennska, við eigum heimtingu á því!!!!
Þetta eru orð sem eru virkilega þörf á þessari síðu.
Fannst í gljúfri átta dögum eftir bílslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 21:41
Einhver leiður á málinu?
Fatta ekki alveg þessa rösksemdarfærslu "orðin leið á málinu" og halda samt áfram að blogga um það. Ég meina, er ekki í lagi með kvarninar?
Nei elskunar mínar, þið hafið virkilega gaman af að velta ykkur upp úr þessu, sem og öðrum vandamálum annara, enda lesið þið greinarnar enda á milli og meir en það, þufið endilega að tjá ykkur um málið.
Svona "come on"!!!
Tilgáta um að Madeleine hafi verið jörðuð á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 19:52
Líta í eigin garð.
Var á ferð í umdæmi Hvolsvallarlögreglunnar í sumar þegar ég mætti bílalest, hægfara, fremstur fór lögreglubíll, bílstjórinn upptekinn við annað en huga að akstrinum. Vitið hvað?
Hann var með aðra höndina og auðsýnilega allann hugann við símann sinn, "codriverinn" sat aðgerðarlaus hjá.
Þig getið verið viss um að ef málið væri rannsakað (þá auðvitað af Hvolsvallarlögreglunni sjálfri) þá kæmu þeir kokhraustir ( og að vonum gáfulegir ) fram í sjónvarpinu og fullyrtu að ekkert væri að, og þeir störfuðu í fullkommnu samræmi við lög og rétt í landinu.
Lögregla á Hvolsvelli eykur eftirlit með skyttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hin hliðin?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar