Hvar var Sturla þegar könnunin var gerð?

Hver getur tekið mark á svona löguðu?  Sturla enn á þingi og leifar af Framsóknarflokknum enn til???

mbl.is Lítil spilling á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég líka.

Ég fór út að  ganga með afabarninu mínu í dag,  hann er fimm ára.  Yndisleg stund.  mmmmmmmmmmm........................

mbl.is Gengur með strák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getulítill?

Það er auðvitað ekki fyrir neinn meðaljón að gagnast einhverjum fjölda af veikara kyninu.

Það er auðvitað ekkert annað við svona getulausa vesalinga að gera, en að éta þá. 


mbl.is Kunnur stóðhestur í slæmu ástandi eftir veru í girðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra aðgengi = aukin neysla!

Er þetta ekki einfalt viðskiptalögmál?

Við skulum yfirfæra þetta á aðra vöru td. Mars súkkulaði.

Betra aðgengi = aukin sala

Fleirri verslanir = aukin sala  ( hugsið ykku ef við kæmum súkkulaðinu í skóbúðir líka )

Aukið úrval,  fleirri tegundir = meiri sala

Lægri gjöld = lægra verð = meiri sala  ( hitt er  þó líklegra að kaupmaðurinn hirði gjöldin til sín ).

Miði á flösku = engin áhrif  ( hafið þið tekið eftir hvað stendur á  tóbakinu?  Jú....ofsstopavæll sem kemur mér ekkert við) 


mbl.is Finnar setja viðvaranir á áfengisflöskur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða væll?

Hverslags feministavæll er þetta hérna á blogginu?

Þurfa þær nokkuð að velta sér upp úr þessu?

Ég meina,  er nokkur hætta á að þær lendi í þeirri aðstöðu að standa upp við altarið,  með eða án pabba? 


mbl.is Karlremba að feður fylgi dætrum að altarinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

21, Öldin???

Alltaf finnst mér jafn sérkennilegt hvað Mbl.is reynir að auglýsa upp Morgunblaðið og beina þeim sem leita frétta á vefnum þangað.

Við skulum ætla að þeir sem leita frétta á Mbl.is eða annara veffréttamiðla séu að því vegna þess að  þetta er upplýst fólk og liggur ekki yfir pappírssneplum daginn út og inn,  hvað þá að borga fyrir það.  Þennan einfalda sannleik virðast ritstjórar Mbl.is ekki með nokkru móti geta komið inn í sinn þvera haus.  Það er löngu liðin sú forræðishyggja að þú segir fólki hvað það á að gera eða finnast,  alveg hvað menn berja hausnum við steininn,  þá gera þeir ekkert annað en skaða sjálfann sig.

Ég held menn verði að  koma því inn í hausinn á sér að við sem leitum frétta viljum fá þær nú, hlutlausar og síðan en ekki síst frítt. 

Á mínum vinnustað koma stundurm bunkar af fríblöðum á morgnana,  þar sem við vinnum ekki við tölvur  ( við erum ekki kennarar og getum þar af leiðandi ekki hangið á netinu þegar við eigum að vera að vinna ),  er það segin saga Fréttablaðið fá færri en vilja, önnur blöð fara meira og  minna ólesin í ruslið. 

Hver er reynsla ykkar?

Hvað kallast dagsgömul dagblöð?       Alveg rétt.....rusl.    En.....þannig er nú póstþjónustan víða í dreyfbýlinu.   

 


mbl.is Íslenskur huldumaður í rússnesku viðskiptalífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggarar ath.

Við höfum nokkrir bloggvinir lengi haft þann grun að  bloggi maður við frétt einhverjar "óþægilegar" athugasemdir,  þá er hún ótrúlega fljót að hverfa af forsíðunni,  sjálfsagt víkur hún fyrir nýrri fréttum eða einhverjar aðrar "afsakanir".   Menn hafa gert ýmsar tilraunir á þessu,  niðurstaðan er dapurleg fyrir tjáningarfrelsið í landinu og ljótt ef satt er.  En það eru auðvitað til margar aðferðir sem gagnast í svona aðgerðum, ef vilji er til.

Nú,  um daginn gerðum við mikla tilraun á þessu,  sömdum grein þar sem þingmenn og blaðamenn  (kannski einkum fyrri stjórnaliða) voru gagnrýndir óvægið,  var hún sett inn í mínu nafni.

Vitið menn,  eftir að bloggið okkar byrtist hvarf fréttin með hraða ljóssins af forsíðunni,  en hér er slóðin   http://kri-tikin.blog.is/blog/kri-tikin/entry/316351 

Nú verður gaman að sjá hvað gerist,  að vísu hafa nokkrir okkar bent á að með því að vekja máls á þessu þá fái þetta að standa eitthvað.

Í nafni lýðræðis, tjáningarfrelsis og heilbrigðar skynsemi vonumst við svo sannarlega til að hafa rangt fyrir okkur.


mbl.is Minnihluti fjárlaganefndar vill fresta afgreiðslu á greinargerð um Grímseyjarferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturla og félagar.

Nokkrar spurningar sem ég velti fyrir mér.

Er Grímsey ekki í kjördæmi Sturlu?

Ef æðsti yfirmaður þinn segir þér að gera hlutina,  hvað sem þeir kosta,  hvað gerir þú?  Auðvitað kílir málið í gegn,  vonandi það að hann beri ábyrgina.  Sem hann að sjálfsögðu gerir ekki.  Svona menn benda fyrst á skúringarkonuna og  síðan upp stigann.

Hver er ábyrgð samflokksmanna æðsta yfirmanns ferjumála  þegar hann vill koma hlutunum í gegn, sama hversu vitlausir þeir eru?

Hver er ábyrgð stjórnarliða í viðkomandi stjórn?

Var enginn stjórnarandstaða á þessum tíma og hver er ábyrgð hennar í að  veita aðhald arfavitlausum aðgerðum?

Ef svörin við þessum spurningum eru á þá lund sem ég held,  sér hver maður að það verður ekkert gert að viti í málinu.   Þeir eru allir samsekir  og hilma yfir hver með öðrum.  Sko ef þú gerir eitthvað þá  1.  Sast þú hjá við afgreiðslu  2.  Samþykktir  3. Ég veit nú kannski ýmislegt  4. Ert þú orðinn leiður á að sitja á þingi.

Hvernig væri að  fá stjórnsýsluúttekt á störfum yfirmanns þessara mála á sínum tíma?

Hvernig væri að vinna að  einhverju viti í þessu máli og  hætta að slá ryki í augu almennings?  Mér er meinilla við þegar mér finnst vera logið að mér?

Þar  sem er verið að  fjalla um samgöngumál langar mig til að bæta við:

Tilefni næstu spurningar er að ég spila "rússnenska rúllettu oft í viku"  þe. þarf að  fara yfir Hellisheiðina.

Nú standa yfir og eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir v/ Héðinsfjarðarganga.  Missa margir maka sína,  missa mörg börn foreldra sína,  missa margir ættingja sína og  missa margir vini sína á þeim vegarkafla sem Héðinsfjarðargöngin eiga að leysa af hólmi?

Hvað með Vestmannaeyjaferju,  göng eða hvað eina?   Sömu spurningar,       og  í viðbót,  Er gamla ferjan of lengi á  leiðinni? Er það málið?  Hafa Vestmannaeyingar lítinn tíma aflögu?  Er mikið að gera?

Hvers vegna hef ég það á tilfinningunni að  all flestir fréttamenn ali sér þann draum að komast áfram í pólitík og  þess vegna sé ekki rétt að spyrja áhrifamenn óþægilegra spurninga?

Hvað er þetta með þetta fólk?  Er ekki kominn tími til að sýna skylvirkni í  starfi ?

Fyrir mörgum árum vann ég í fiski,  ma.  í Þorski.  Haldið þig að ég geti fengið að komast að kötlum þeim sem ríkissjórnin kyndir undir og  á að koma í stað aðgerða hennar sem ætlað er að skapa okkur sæmilega framtíð? 

 


mbl.is Fjárlaganefnd ekki sammála um lokaskýrslu Grímseyjarferjumálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftæði !!!

Hver trúir virkilega svona bulli?  Þarna hafa fréttamenn látið hafa sig að algjörum fíflum!!!

Ég meina,  pælið í því.  Hverjar eru líkurnar á að hitta maka sinn svona á spjallinu? 


mbl.is Daður á netinu endar með skilnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hin hliðin?

Höfundur

Guðjón Guðvarðarson
Guðjón Guðvarðarson

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband