Kippt í spotta?

Hvað haldið þið?

Svona falla þau hvert af öðru vígin.

Þið getið verið viss um það að það verður virkjað hvað sem hver segir.  Jafnvel þó svo við höfum ekkert við orkuna að gera.

Það er ýmislegt til athugunar í þessu máli:

Nú er það svo að Íslendingar búa við mikla hagsæld í dag,  atvinnuleysi nánast ekkert,  og munaðarvarningur keyptur sem aldrei fyrr.  Ef einhverstaðar losnar starf þurfum við að ráða útlendinga til þess.  Og þá kem ég að því. 

Eigum við að fórna íslenskri náttúru til að bæta hag þegna annara þjóða? 

Hverjir eiga að vinna við virkjunarframkvæmdir,  störf sem skapast eftir virkjum og önnur afvegaleidd störf sem skapast. 

Nú er það þannig að svona framkvæmd er þennsluskapandi.  Og hvað skeður við aukna þennslu?

Jú,  verðbólga eykst.  Hvað gerir Seðlabankinn til að slá á hana?

Jú,  hækkar vexti.  Vantar okkur virkilega hærra verðlag og hærri vexti?

Það er vitað mál að orka,  tala nú ekki um orka framleidd á þennan hátt,  á ekkert eftir annað en hækka,  já og það mikið,  í verði um ókommna framtíð.

Hvers vegna geymum við þetta ekki til ákvarðanatöku afkomenda okkar?

Það er ekkert gefið að þau hafi það eins gott og við,  já,  ég segi gott og meina það.  Það getur enginn hugsandi maður viðurkennt annað.  Það hafa allir vinnu sem nenna,  að vísu hafa sumir það betra en aðrir,  það kemur bara mér ekkert við hvað Jón á móti hefur ef ég hef nóg.

Tökum okkur nú saman í anlitinu og hugsum svolítið rökrétt,  látum ekki einhverja ríkisblýantsnagara valta yfir okkur á skítugum skónum.  

Því miður eru margir hræddir um að hreppsnefnd Flóahrepps,  sem manni virtist í fyrstu geta haft manndóm í sér að loka á fyrirætlanir Landsvirkjunar, muni að lokum láta undan þrýstingi hennar,  og gefa eftir.  jafnvel fyrir einhverja aura.

Höf.  er þeirrar skoðuna að:  Enn hafi ekki verið reistur svo hár múr,  að ekki megi teyma yfir hann asna klifjaðann gulli. 


mbl.is Aðeins landnámsminjar við Þjótanda í hættu verði virkjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu???

Hverslags framkoma er þetta eiginlega?

Stendur maður ekki við gerða samninga,  eða hvað?

Mundir þú ráða manneskju sem hegðar sér svona,  í vinnu? 


mbl.is Elínu Gestsdóttur sagt upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan ofsótt

Alveg er það merkilegt hvað fólk er alltaf tilbúið að ofsækja portúgölsku lögregluna í þessu máli.  Eru þetta ekki bara menn að sinna sínu starfi?  Er nokkur sanngirni í því að  ætla þeim allt illt?  Hvers vegna er þetta orðið allt í einu svona að allt sem miður fer er lögreglunni að kenna,  ég meina það er hinn endinn sem  er sökudólgurinn.

       Þetta er eins og  maðurinn sagði:  Segin saga,  sjái maður lögreglubíl stopp,  þá eru vandræði.  Legg til að fækkað verði í lögreglunni. 


mbl.is Móðir Madeleine hugsanlega ákærð fyrir manndráp af gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En nettenging?

Bý í 40 km. loftlínu frá Rvk. 

Hvernig væri að fá nothæfa nettengingu? 

Er þetta ávöxtur einkavæðingar?

Þjónustan og vöruúrvalið eingöngu til fjöldans,  sem jú, gefur mestann aurinn?

Voru virkilega engin ákvæði við sölu símans um að  þjónustan ætti að standast lágmarks kröfur?  

Þar má líta á Símann sem nokkurskonar "höfuðstöðvar" nettengingar og þar með tölvupósts,  hafið þið reynt að senda fyrirspurn til þeirra á tölvupósti?

Hafið þið reynt að senda Tryggingarstofnun tölvupóst með von um  svar?

Höfundur er mjög heyrnarskertur og notar þessa samskiptaleið mikið,  það er víðast gott. 


mbl.is Þriðja kynslóð farsímakerfisins tekin í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýnir fréttamenn?

Er ég að  misklilja eitthvað?

Hvaða kjaftæði er þetta með þorskeldi og olíuhreinsistöð í sama firðinum (Arnarfirði)? 


Perradj...

Auðvitað er allt of gott fyrir helv.  að  drepast. Dómar yfir svona mönnum eiga að vera öðrum til viðvörunar.

Setja andsk.  perrann berrasaðann í gapastokk,  öðrum til sýnis á aðaltorgi bæjarins á háannatíma dag hvern,  meðann hann lifir. 


mbl.is Dæmdur til dauða fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mmmmm........gott í vændum.

Vona bara að það sé hægt að heimfæra þetta upp á klakann.  Nú hættir maður að velta fyrir sér hvort þetta sé í síðasta skipti,  nei...  bara byrjunin á fjörinu.  Og það sem meira er,  ég les það út úr fréttinni að fólk geri það  saman,  ég meina við verðum jafn aðlaðandi hvort fyrir öðru fram á bakkann. 

    Sagan er þá sönn:   Læknirinn við 85 ára konuna:  Hvenær fórst þú að  taka eftir minnkandi kyngetu mannsins þíns?   Nú fyrst í gærkvöldi,  og svo aftur í morgun.


mbl.is Kynlífslöngun spyr ekki um aldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1/2 Kappakstur.

Getur einhver frætt mig á hvað hálfgerður kappakstur er?

Hvern truflar það að fara í kapp í kirkjugarði? 


mbl.is Í kappakstri í kirkjugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1/2 Kappakstur?

Getur einhver sagt mér hvað hálfgerður kappakstur er?

Hvern truflar það að stunda kappakstur í kirkjugarði ?


Auðvitað

Auðvitað sameinumst við,  búum til eitt stórt og öflugt sveitarfélag til hagsbóta fyrir okkur öll.  Fyrri sameining varð bara til þess að koma mjög hæfum sveitarstjórnarmönnum frá og skilaði engu nema úlfúð og sundrung,  allt fyrirséð. Ásakanir á henur núverandi sveitarstjórnarmönnum með ólíkindum,  allt frá misnotkun valdsins til valdahroka, margar alvarlegri en svo að líðandi sé að þeim skuli vera ósvarað. Óskiljanleg þessi "sveitarmennska" að halda það að það komi ekkert nema slæmt frá Árborgar mönnum,  ég meina, fólk verður að horfast í  augu við það að við erum komin inn í 21, öldina og verðum að þjónusa þegnana af myndarskap,  höfum enga burði til þess nema standa saman sem flest að því.  Við getum ekki endalaust sótt alla þjónustu í Árborg en standa svo fyrir utan þegar okkur hentar.

Þegar gengið var til kosninga um  sameiningu flóahreppana voru rökin ákaflega haldlítil og nánast eingöngu tilfinningaleg.  Með sameiningu við Árborg snýst máið klárlega um þjónustu og  peninga,  hvort tveggja vantar okkur tilfinningalega.

Skora á flóamenn að líta nú upp fyrir grastoppana,  hugsa stórt og myndarlega.  Róum öllum árum að betra mannlífi. 

 

 

 


mbl.is Vilja sameina Árborg og Flóahrepp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hin hliðin?

Höfundur

Guðjón Guðvarðarson
Guðjón Guðvarðarson

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband